*

Ferðalög & útivist 26. febrúar 2013

Dýrasta hjólhýsið í Ellingsen kostar tæpar sex milljónir

Áður en við vitum af verður komið sumar og því er tilvalið að skoða fín og flott hjólhýsi fyrir sumarið.

Lára Björg Björnsdóttir

„Síðustu þrjár til fjórar vikurnar höfum við fengið fyrirspurnir um hjólhýsin nær daglega. Enda er veðrið þannig að það er varla annað hægt en að fara að hugsa um sumarið,“ segir Þór Ragnarsson sölumaður í ferðatækjum hjá Ellingsen.

En hvað ætli dýrasta hjólhýsið hjá þeim í Ellingsen kosti? „Það kostar 5,98 milljónir króna. Það er fullkomið ofnakerfi í því og einnig rör í gólfinu svo það er líka gólfhiti. Húsið er sex metrar á lengd og 2,5 metrar á breidd. Það er sterk bygging í því, álfelgur, leðursæti í stólum og eldhúsi. Fjórir geta gist í húsinu, það eru tveir hægindastólar, útvarp og geislaspilari.“

Þór segir að ekki hafi mörg slík hjólhýsi selst í fyrra en áhuginn sé samt mikill á allskyns öðrum týpum sem þeir bjóða upp á Ellingsen.

Ódýrasta hjólhýsið kostar 3,675 milljónir króna að sögn Þórs. „Þetta er mun nettara hús með gasofni og pláss fyrir fjóra að gista,“ segir Þór.

Stikkorð: Hjólhýsi  • Ellingsen