*

Menning & listir 13. maí 2015

Dýrasta málverk sögunnar

Sérfræðingar telja að verð á heimsfrægum listaverkum muni ekki lækka á næstunni.

Málverk Picasso Konurnar í Algeirsborg varð dýrasta listaverk sem selst hefur á uppboði þegar það seldist 11. maí síðastliðinn hjá Christie's í New York. Verðmiðinn var 160 milljónir Bandaríkjadala, eða sem nemur rúmum 21 milljarði íslenskra króna. Verkið seldist fyrir hærra verð en spáð var fyrir um, en talið var að það myndi seljast á 140 milljónir dollara. Sérfræðingar segja að þetta sé mikilvægasta sala hjá Christie's í 25 ár. 

Verkið sló sölumet sem dýrasta listaverk söggunnar, en áður seldist verk breska málarans Francis Bacon Three Studies of Lucian Freud fyrir 142 milljónir Bandaríkjadala árið 2013. 

Verk Picasso er mjög vel þekkt og sögðu sérfræðingar að þetta væri eitt mest spennandi verk á listamarkaðnum í tíu ár og að verðmiðinni yrði líklega talinn lár eftir 10 ár. Einnig er talið er að fleiri verk Picasso gætu mögulega slegið sölumetið í framtíðinni. 

Hvað er svona merkilegt við þetta verk?

Listasérfræðingar telja að um einstakt verk sé að ræða eftir merkan listamann. Málverk Picasso er litríkt og er hluti af 15 málverka seríu sem hann gerði á tímabilinu 1954-55 sem var mikilvægur tími á ferli hans. Picasso hóf að vinna að verkinu stuttu eftir dauða vinar síns, listamannsins Henri Matisse. Picasso sem var á áttræðisaldri taldi að hann þyrfti að vera undir áhrifum austurlanda líkt og Matisse auk þess að blanda við verkið það sem hafði áhrif á hans eigin verk. Í verkinu má sjá bergmála fræga verk hans Les Demoiselles d'Avignon frá 1907 auk áhrifa frá Cezanne og El Creco. Einnig dáði Picasso mikið franska rómantíska málarann Delacroix sem málaði upphaflegu Konurnar í Algeirsborg árið 1834, auk kvenlíkamanns.

Einnig hafði pólitík áhrif á verkið en á þessum tíma varð uppreisn í frönsku nýlendunni Alsír sem leiddi að lokum til sjálfstæðis landsins. 

Dýrustu verk sögunnar

Picasso, Konurnar í Algeirsborg - 160 milljónir dollara (2015)

Alberto Giacometti, Pointing Man -141,3 milljónir dollara (2013)

Francis Bacon, Three Studies of Lucian Freud - 142 milljónir dollara (2013)

Edvard Munch, Ópið - 119.9 milljónir dollara (2012)

Picasso, Nude, Green Leaves, and Bust - 106,5 milljónir dollara (2010)

Alberto Giacometti, Walking Man I - 104,3 milljónir dollara  (2010)

Picasso, Boy With a Pipe - 104.1 milljónir dollara  (2004)

Sérfræðingar telja að fjárfestingarverðmæti listaverkanna liggi að baki háu verðmiðanna. Þeir telja að verð muni ekki lækka í framtíðinni nema að vextir dragist verulega saman. Það er mikil eftirspurn eftir verðmætum listaverkum bæði hjá milljarðarmæringum og söfnum.