*

Tíska og hönnun 12. júní 2013

Dýrasta pannan á markaðinum í dag

Fissler framleiðir dýrustu pönnuna á markaðinum í dag en hún er skreytt gulli og demöntum.

Dýrasta pannan í heimilistækjabransanum í dag er framleidd af Fissler og kostar 19 milljónir króna. Hún er falleg eins og sjá má en á Facebook síðu Líf og list, sem selur vörur frá Fissler, segir:  

„Vissir þú að þýski gæðaframleiðandinn Fissler framleiðir dýrustu pönnuna á markaðnum í dag, en hún kostar rétt um 19 milljónir króna og er skreytt gulli og demöntum. Líf & List hefur nýverið hafið sölu á vörunum frá Fissler ... en við verðum þó að taka þessa pönnu í sérpöntunum." 

Þegar Viðskiptablaðið hafði samband við Líf og list í dag var enginn búinn að hringja út af pönnunni. Enn sem komið er. 

Stikkorð: Fissler  • Líf og list