*

Sport & peningar 11. mars 2013

Dýrasta reiðhjólið á tæpar 1,7 milljónir

Viðskiptablaðið hafði samband við tvær reiðhjólabúðir í borginni og kannaði verðin á reiðhjólum.

„Dýrasta hjólið sem við höfum flutt inn kostar tæpar 1,7 milljón króna,“ segir Sverrir Sigmundsson, sölumaður hjá Örninn hjól þegar Viðskiptablaðið hafði samband til að kanna verðið á dýrasta hjólinu í búðinni: „Þetta er nýjasta útfærslan á þessu hjóli frá Treck og heitir Treck Madone 7,9 og er nánast það sama og notað er í Tour de France.“

„518 þúsund krónur er verðið á dýrasta hjólinu sem ég á til í búðinni,“ segir Brynjar Bragason hjá Markinu. „Dýrasta hjólið sem við höfum selt héðan úr búðinni er sérpantað og kostar 1.250.000 krónur. Það heitir Scott og við seldum það síðasta sumar," segir Brynjar.

Þetta eru vissulega dýr reiðhjól, en í ljósi frétta um að bílaframleiðandinn Lamborghini ætli að framleiða reiðhjól sem kostar fjórar milljónir, gætu einhverjir þó talið þetta vel sloppið.