*

Ferðalög & útivist 12. september 2013

Dýrasta sólarlandaferð í heimi?

Á lítilli eyju í Karíbahafinu situr fallegt hótel sem þykir óendanlega fallegt og fínt. Gestir hótelsins eru þeir einu á eyjunni. Svo þetta kostar sitt.

Þið sem vitið ekki aura ykkar tal getið alveg skoðað litla eyju rétt undan Grenada í Karíbahafinu. Þar kostar nóttin 63 þúsund dali ef allt hótelið er leigt sem samanstendur af 10 svítum. 

Hótelið heitir Calivigny Resort og þykir eitt vandaðasta hótelið í sólarferðabransanum. Hótelið stendur á einkaeyju og á því er bæði fínn og hversdagslegur veitingastaður, hár- og snyrtistofa, líkamsrækt og bátahús þar sem gestir geta siglt um í kafbát.

Á gólfum hótelsins er marmari, hvelfingar í loftum, franskir gluggar, glæsilegir stigar, persnesk teppi og djúpir leðursófar svo fátt eitt sé nefnt. Í öllum herbergjum eru nuddpottar og sérbaðherbergi.

Starfsfólkið er tuttugu talsins svo hægt sé að sinna gestunum almennilega. Hér má sjá fleiri myndir og nánari lýsingu á himnaríkinu fyrir ykkur sem treystið ykkur til að skoða þetta nánar. 

Stikkorð: Lúxusfrí