*

Sport & peningar 15. ágúst 2014

Dýrasti bíll heims seldur

Ferrari GTO Berlinetta seldist á uppboði fyrir 4,4 milljarða íslenskra króna.

Í gær seldist dýrasti bíll allra tíma á uppboði í Kaliforníu. Um var að ræða 1962-63 Ferrari GTO Berlinetta sem seldist fyrir 38 milljónir dollara, eða sem nemur 4,4 milljörðum íslenskra króna.

Með í verðinu voru 10% sölulaun uppboðshússins Bonhams. Þó um sé að ræða hæsta söluverð á bílauppboði var búist við að bíllinn gæti selst fyrir 50 milljónir dollara. 

Maðurinn sem átti vinningsboðið hefur beðið um að vera ekki nafn greindur. Hann er alþjóðlegur safnari sem býr utan Bandaríkjanna og bauð í bílinn í gegnum símann.Bíllinn var áður í augu auðjöfursins Fabrizio Violate. 

Sá bíll sem átti áður hæsta sölumetið var Mercedez-Benz kappakstursbíll frá 1954 sem var seldur fyrir 30 milljónir Bandaríkjadala, eða sem nemur 3,5 milljörðum íslenskra króna í júlí á síðasta ári á uppboði Bonhams í London.

Stikkorð: Ferrari GTO  • Bonhams