
Töluvert getur munað í verði þegar kemur að skrifstofustólum. Viðskiptablaðið kannaði verðið á dýrasta og ódýrasta skrifstofustólnum hjá þremur verslunum.
Hjá Pennanum kostar dýrasti skrifstofustóllinn 299.900 krónur og ódýrasti 26.900 krónur.
Hjá Hirzlunni kostar dýrasti skrifstofustóllinn 117.800 krónur og ódýrasti 19.875 krónur.
Hjá Á. Guðmundsson kostar dýrasti 446.422 krónur og ódýrasti 36.468 kr.