*

Hitt og þetta 19. desember 2013

Dýrð á ítölsku rivíerunni

Stórkostlega falleg villa í ævafornum ítölskum stíl er til sölu. Hún stendur við ítölsku rivíeruna, í tíu mínútna göngufjarlægð frá ströndinni.

Gullfalleg villa í hjarta ítölsku rivíerunnar er til sölu. Eignin er búin öllum helstu þægindum. Hún var byggð 1937 og er í aldagömlu þorpi sem heitir S. Michele di Pagana.

Arkitektúrinn er í hinum forna lígúríska stíl. Hann má sjá greinilega í hvelfingum hússins. Gólf og aðrar innréttingar eru úr þykkum við, marmara eða flísum. Villan er 800 fermetrar og er á þremur hæðum. Svalir og verandir eru 50 fermetrar og lóðin í kringum húsið er 3000 fermetrar. Gullfallegt útsýni er yfir Tigullioflóa.

Þegar komið er inn í villuna er stigið inn í dýrðlegt móttökuhol. Á fyrstu hæðinni er auk móttökuholsins, stofa, eldhús, svefnherbergissvíta. Á efri hæðunum eru svefnherbergi og séríbúð með eldhúsi.

Eignin er dýrð fyrir alla alvöru áðdáendur Ítalíu og ítölsku rivíerunnar sem er alveg jafn hress ef ekki hressari en sú franska. Úr húsinu er 10 mínútna rölt niður á ströndina. Og aðeins 45 mínútna akstur á flugvöllinn í Genova. Hér má sjá nánari upplýsingar um eignina. 

 

 

 

 

 

 

Stikkorð: Ítalía  • Fasteignir  • Ítalska rivíeran