*

Hitt og þetta 18. september 2013

Dýrt að skoða Downton Abbey kastalann

Í dag gefst fólki tækifæri til að skoða Downton Abbey kastalann. En það er ekki ókeypis.

Highclere kastali, sem er sögusvið þáttanna vinsælu Downton Abbey, er opinn gestum. Aðeins er boðið upp á einkaferðir um kastalann og þær kosta sitt.

Skoðunarferðin kostar 1350 pund eða rúmar 260 þúsund krónur. Í ferðinni er innifalinn heill dagur í kastalanum, gisting í Ellenborough Park og heimsókn í Ditchley Park herragarðinn sem hýsti Winston Churchill og ríkisstjórn hans í seinni heimstyrjöld. 

The Telegraph segir frá málinu á vefsíðu sinni

Downton Abbey eru breskir sjónvarpsþættir eftir Julian Fellowes. Þættirnir fjalla um Crawley aðalsfjölskylduna og þjónustufólkið sem býr allt undir sama þaki í Highclere kastala. Þættirnir hafa fengið lofsamlega dóma og unnið til fjölda verðlauna. Engin önnur erlend þáttaröð hefur fengið jafn margar Emmy tilnefningar en þær voru 27 talsins eftir fyrstu tvær seríurnar. Þegar þriðja serían hóf göngu sína voru þættirnar með eitt mesta áhorf í heiminum í flokki sjónvarpsþátta.