*

Sport & peningar 31. janúar 2016

Dýrustu 30 sekúndur í Bandaríkjunum

Verðið sem fyrirtæki greiða fyrir 30 sekúndna auglýsingu í tengslum við úrslitaleik NFL deildarinnar nemur í ár fimm milljónum dala.

Þrjátíu sekúndna auglýsing á CBS sjónvarpsstöð- inni bandarísku meðan á úrslitaleiknum í NFLdeildinni stendur mun kosta um fimm milljónir dala, andvirði um 650 milljóna íslenskra króna, samkvæmt frétt Forbes.

Leikurinn, sem venju samkvæmt ber nafnið Super Bowl, verður haldinn í fimmtugasta skiptið 7. febrúar næstkomandi og munu Denver Broncos og Caroline Panthers keppa um Lombardi-bikarinn í Santa Clara í Kalíforníu.

Auglýsingin kostaði í fyrra 4,5 milljónir dala, en undanfarin ár hefur verð á 30 sekúndna auglýsingaplássi í leiknum hækkað um 11,1% að meðaltali á ári.

Í fyrra námu heildarauglýsingatekjur af Super Bowl leiknum 331,8 milljónum dala og ef gert er ráð fyrir því að tekjur CBS verði 11% hærri en í fyrra munu tekjur sjónvarpsstöðvarinnar nema tæpum 369 milljónum dala, andvirði um 48 milljarða íslenskra króna.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér.

Stikkorð: Super Bowl  • Auglýsingar