*

Sport & peningar 10. júlí 2014

Dýrustu borgir heims fyrir aðflutta

Þrjár svissneskar borgir eru á meðal dýrustu borga heims fyrir vestræna innflytjendur.

Samkvæmt CNN eru þetta dýrustu borgir til að flytjast til og viðhalda vestrænum lífstíl. En í úttektinni er borið saman leiguverð og verð á ýmsum vestrænum nauðsynjum. Listinn hefur aðeins breyst frá því í fyrra en hann má nálgast í frétt VB.is.

1. Luanda, Angóla: Hér kostar tveggja herbergja íbúð 700.000 krónur á mánuði, ef maður vill búa í öruggu hverfi nálægt góðum alþjóðlegum skólum, gallabuxnapar 30.000 kr og samloka með gosdrykk 2000 krónur.

 

 

 

 

 

 

2. N'Djamena, Chad: Samloka og gosdrykkur kosta 3000 krónur og alþjóðlegt dablað kostar tæpar 1000 krónur. Íbúðaverð er ansi hátt líkt og í Luanda ef maður vill búa í öruggu hverfi.

3. Hong Kong: Borgin er með eitt hæsta leiguverð í heimi og áætlað er að leiga á tveggja herbergja mánuði kosti 800.000 krónur á mánuði. Kaffibollinn kostar einnig tæpar 1000 krónur og er bensínverð einnig mjög hátt.

4. Singapúr: Borgin hefur lengi verið þekkt fyrir að vera dýr og hafa margir flutt þangað vegna viðskipta. Leiga á tveggja herbergja íbúð á mánuði nemur um 400.000 krónum, gallabuxur kosta um 15.000 krónur og kaffibollinn um 600 krónur.

5. Zurich: Fjórðungur íbúa borgarinnar vinna hjá banka eða fjárfestingafyrirtæki og því er enginn furða að verðlagið sé svona hátt. Áætla má 450.000 krónum á mánuði í leigu, tæpum 20.000 krónum í gallabuxnapar og 2000 krónur í bíómiða. Auk þess kostar skyndibitamáltíð tæpar 2000 krónur.

6. Genf: Borgin er þekkt sem alþjóðleg verslunarmiðstöð þar sem kaupa má vörur Louis Vuitton, Chanel, Cartier og margt fleira. Tveggja herbergja íbúð kostar 400.000 krónur á mánuði, gallabuxnapar selst fyrir 5000 krónur og skyndibitamáltíð kostar um 2000 krónur líkt og í Zurich. 

7. Tókýó: Húsnæðisvandi ríkir í höfuðborg Japan og því má áætla að tveggja herbergja íbúð kosti 500.000 krónur í leigu á mánuði. Kaffibollinn kostar 700 krónur og bíómiði rúmlega 2000 krónur.

8. Bern: Höfuðborg Sviss er full af innflytjendum, en um fimmtungur íbúa hennar koma að utan. Leiguverðið er um 300.000 krónur á mánuði fyrir tveggja herbergja íbúð og getur gallabuxnapar kostað 20.000 krónur. Skyndibitinn er jafn kostnaðarsamur og í öðrum svissneskum borgum.

9. Moskva: Olíupeningar og verðbólga gera Moskvu að dýrri borg. Líter af mjólk kostar tæpar 1000 krónur og kostar alþjóðlegt dagblað rúmlega þúsund krónur. Húsnæðisverð er einnig gífurlega hátt en má áætla að leiga á tveggja herbergja íbúð nemi 500.000 krónum.

10. Shanghai: Ein af stærstu borgum Kína þar sem búa 24 milljónir er einnig ein af þeim dýrustu. Kaffibollinn kostar 800 krónur, gallabuxur 20.000 krónur og getur leiguverð á tveggja herbergja íbúð verið í kringum 500.000 krónur.

Stikkorð: Hong Kong  • Dýrasta  • Borgir