*

Ferðalög & útivist 19. júlí 2013

Dýrustu skoðunarferðirnar

Í New York kostar skoðunarferð fyrir fjögurra manna fjölskyldu 28 þúsund krónur en í Nýju Delí kostar hún 2400 krónur.

Mikill verðmunur er á skoðunarferðum í helstu stórborgum heimsins. Það fer eftir því hvar í heiminum ferðalangurinn er staddur hvað ferðin kostar. 

Moneycorp gerði könnun á því hvar í heiminum er dýrast að fara í skoðunarferð. Skoðað var hvað dagpassi fyrir einn fullorðinn og fyrir fjögurra manna fjölskyldu kostar í tuttugu stórborgum víðs vegar um heiminn.

Í New York kostar til dæmis skoðunarferð fyrir fjögurra manna fjölskyldu 28 þúsund krónur. Í Barcelona kostar skoðunarferð fyrir jafnmarga 14 þúsund krónur og í Nýju Delí kostar ferðin aðeins 2400 krónur. Hér, á The Telegraph, má sjá fleiri verð á skoðunarferðunum. 

Listinn yfir borgirnar er hér. Hann er þannig uppsettur að verðinu á skoðunarferðinni er deilt í fjölda viðburða á leiðinni. Dýrasta borgin er efst: 

 1. Paris
 2. Miami
 3. Rome
 4. Los Angeles
 5. Stokkhólmur
 6. Brussel
 7. Barcelona
 8. San Francisco
 9. Amsterdam
 10. Buenos Aires
 11. New York
 12. Edinborg
 13. London
 14. Aþena
 15. Berlin
 16. Sydney
 17. Singapore
 18. Dublin
 19. Moskva
 20. Lisbon
 21. Nýja Delí
Stikkorð: Stórborgir  • verðlag