*

Ferðalög & útivist 4. september 2013

Dýrustu hótelgistingar í Evrópu

Edinborg er næstdýrust borga í Evrópu fyrir hótelgesti og London kemst ekki einu sinni á lista.

Í könnun sem vefsíðan CheapRooms.co.uk gerði á meðalverði á hótelgistingu í evrópskum borgum kom í ljós að á spænsku eyjunni Formentera er dýrast að gista en þar er meðalverð á hótelnótt 175 evrur eða 27.900 krónur. The Telegraph fjallar um könnunina í dag.

Edinborg er næstdýrust en þar kostar nóttin 157 evrur að meðaltali eða 25 þúsund krónur. Skýringin gæti þó legið í því að á sama tíma og könnunin var gerð stóð Edinborgarhátíðin yfir. Athygli vekur að London nær ekki inn á topp fimmtíu listann en fyrri kannanir hafa sýnt að hótelnætur í London séu með þeim dýrari í Bretlandi.

Á topp tíu listanum er þrír þýskir staðir, Sylt, Heringsdorf og Binz og á topp tuttugu komast fimm ítalskir staðir, Bibione, Elba, Capri, Bardolino og Amalfi.

Allir staðir í Evrópu með yfir fimmtíu hótel komu til greina í könnuninni. Öll þriggja stjörnu hótel voru tekin með en þau urðu að fá miðlungsdóma á tripadvisor til að koma til greina. Skoðað var ódýrasta herbergið fyrir par í ágúst. 

Hér má sjá listann í heild sinni: 

 1. Formentera, Spánn: 27.900 krónur nóttin. 
 2. Edinborg, Skotland: 25.000 krónur nóttin.
 3. Sylt, Þýskaland: 24.500 krónur nóttin.
 4. Heringsdorf, Þýskaland: 23.500 krónur nóttin.
 5. Lucerne, Sviss: 20.600 krónur nóttin.
 6. Zurich, Sviss: 20.300 krónur nóttin.
 7. Binz, Þýskaland: 19.900 krónur nóttin.
 8. Ibiza, Spánn: 19.600 krónur nóttin.
 9. Velden, Austurríki: 18.900 krónur nóttin.
 10. Bibione, Ítalía: 18.000 krónur nóttin.
 11. Biarritz, Franc: 17.700 krónur nóttin.
 12. Elba, Ítalía: 17.500 krónur nóttin.
 13. Capri, Ítalía: 17.400 krónur nóttin.
 14. Ile de Ré, Frakkland: 17.000 krónur nóttin.
 15. Bardolino, Ítalía: 17.000 krónur nóttin.
 16. Amalfí, Ítalía: 16.900 krónur nóttin.
 17. St. Moritz, Sviss: 16.750 krónur nóttin.
 18. Osló, Noregur: 16.400 krónur nóttin.
 19. Antibes, Frakkland: 16.300 krónur nóttin.
 20. Bath, England: 16.000 krónur nóttin.

 

Stikkorð: Hótel  • verðlag  • Hótelgisting