*

Ferðalög & útivist 24. apríl 2013

Dýrustu leigubílarnir frá flugvelli og inn í borg

Verðmunur á ferð í leigubíl frá alþjóðaflugvöllum og inn í næstu stórborg er mikill samkvæmt nýrri könnun.

Fólk sem lendir í Kaupmannahöfn og þarf að taka leigubíl inn í miðborg borgar mest af öllum samkvæmt könnun sem gerð var á leigubílafargjöldum. Skoðað var hvað kílómetragjaldið er frá alþjóðaflugvelli og inn í næstu stórborg.

Ódýrasta kílómetragjaldið í Evrópu er í Sofíu í Búlgaríu og fast á hæla hennar kemur Búkarest í Rúmeníu og Istanbúl í Tyrklandi.

Utan Evrópu er ódýrast að taka leigubíl frá Indira Ghandi flugvellinum í Delhi á Indlandi.

The Telegraph tók saman og hér má sjá listann í heild sinni. 

Stikkorð: Kaupmannahöfn  • Leigubílar