
Þegar finna á góða ljósakrónu má ekki gleyma byggingavöruverslunum en þær eru með ágætis úrval.
Viðskiptablaðið hringdi í Bauhaus, Byko og Húsamiðjuna og kannaði verðin á dýrustu og ódýrustu ljósakrónunum.
Bauhaus á vinninginn í dýrum ljósakrónum en sú dýrasta hjá þeim kostar 263.000 krónur. Dýrasta ljósakrónan hjá Byko kostar 59.000 krónur og sú dýrasta kostar 54.899 hjá Húsasmiðjunni.
Í Húsasmiðjunni er hægt að fá ljósakrónu fyrir 3890 krónur og er hún sú ódýrasta í búðinni. Ódýrasta ljósakrónan í Byko kostar 11.000 krónur og í Bauhaus kostar hún 15.000 krónur.