*

Bílar 23. janúar 2012

Eðalvagn forseta Rússlands kominn af teikniborðinu

Dimitry Mededev hefur sýnt því mikinn áhuga að embættisbifreiðar verði rússneskar á ný. Teikningarnar eru í það minnsta tilbúnar.

Dimitry Mededev forseti Rússlands ekur í dag um á lengdum bíl af gerðinni Mercedes Benz S. Eins og Viðskiptablaðið greindi frá fyrir nokkrum misserum er Mededev mikill áhugamaður um að hinn fornfrægi Zil verði embættisbifreið Rússa á ný.

Fyrstu teikningarnar hafa litið dagsins ljós. Forsetakosningar verða haldnar í Rússlandi 4. mars og því er óvíst hvort nýr forseti, að öllum líkindum Vladimír Pútin, sé eins áhugasamur um bílasmíðina.

Pútin er í það minnsta mikill bílaáhugamaður og því ekki lokum fyrir það skotið að bíllinn verði framleiddur.

Hér má sjá nokkrar myndir af nýja bílnum, núverandi forsetabifreið og gamla Zil-num sem framleiddur var á tímum Sovétríkjanna.

Nýi Zil-inn. Hægt er að smella á myndirnar til að stækka þær.

Nýi og gamli Zil-inn.

 

Gamli Zil-inn.

Dimitry Mededev í gömlum tveggja dyra Zil.


Núverandi forsetabifreiðin er af gerðinni  Mercedes Benz S.

Stikkorð: Forseti Rússlands  • ZIL