*

Matur og vín 2. febrúar 2014

Edda Sif: Læt augun vera

Þorrinn er genginn í garð með tilheyrandi blótum og áti á súrum mat. En hvað finnst fólki um þetta allt saman?

Lára Björg Björnsdóttir

Edda Sif Pálsdóttir, nemi, er alin upp við þorramat og segir hann hinn fínasta mat... að mestu leyti: „Langamma mín var fædd 25. jan­úar og þorramatur var oft hafður á boðstólum þegar afmælinu var fagnað. Foreldrar mínir hafa síðan líka verið iðnir við þorrakolann.”

Edda Sif er óhrædd við að smakka marga þá rétti sem eru á boðstólum á almennilegu þorrahlaðborði. „Mér finnst hákarl mjög góður og svið líka, tungan er best! Meeee. Ég læt augun reyndar vera þó að þau þyki lostæti. Finnst fullvillimannslegt að skófla þeim út úr tóftinni og svo er áferðin líka sérkennileg." 

Nánar er rætt við Eddu Sif og fleiri um skoðanir þeirra á þorramat. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér.