*

Heilsa 27. febrúar 2013

Ef þér er illt í bakinu þá er þetta stóllinn fyrir þig

Hér er kominn stóll sem fer vel með bakið þegar þú þarft að vinna langa daga fyrir framan tölvuna.

Lára Björg Björnsdóttir

Optimal Posture Office Chair er stóllinn sem sjúkraþjálfarar og baksérfræðingar leggja blessun sína yfir. Vefsíðan Gizmodo segir frá þessum grip í dag.

Stóllinn er baklaus og brjóstið hvílir á púðum. Það gerir það að verkum að manneskjan hallar fram á meðan bakið er beint. Sætið sjálft vísar niður á við svo hnén eru fyrir neðan rassinn þannig að manneskjan er nær því að standa en sitja hokin. 

Þessi líkamsstaða er mun betri en bogið bak sem hvílir í keng en þá eykst hættan á brjósklosi og ýmsum öðrum bakkvillum. 

Og hvert er þá vandamálið? Jú, þú vinnur enga útlitssigra í þessum stól. Ætli gott bak sé þess virði? Dæmi nú hver fyrir sig.

Stikkorð: Heilsa  • Skrifstofan  • Bakverkur