*

Hitt og þetta 25. október 2013

Ef þú vilt stöðuhækkun skaltu ekki gera þetta

Sumir gera of miklar kröfur á meðan aðrir sleikja upp yfirmanninn. Hvorugt er vænlegt til árangurs ef fólk vill stöðuhækkun.

Þegar fólk sækist eftir stöðuhækkun er alltaf einhver áhætta sem fylgir. Og þá er mikilvægt að segja réttu hlutina til að ná sem bestum árangri. Lynn Taylor, rithöfundur og sérfræðingur í vinnustöðum, skrifaði meðal annars bókina „Tame Your Terrible Office Tyrant; How to Manage Childish Boss Behavior and Thrive in Your Job."  

Hún hefur tekið saman sextán atriði sem er mikilvægt að forðast þegar sóst er eftir stöðuhækkun.

Of miklar kröfur. Það er ekki sniðugt að biðja um of mikið í einu, eins og stöðuhækkun, fríðindi, launahækkun, allt í sama viðtali. Slíkt gæti stuðað yfirmanninn en betra er að forgangsraða og nefna heldur eitt atriði.

Ekk gleyma langtímamarkmiðunum. Þegar fólk sækist eftir stöðuhækkun verður það oft það eina sem það hugsar um. Fólk gleymir því langtímamarkmiðum sínum í starfi og er því ekki að standa sig sem skyldi.

Ekki reyna of mikið. Ekki reyna of mikið að ganga í augun á yfirmanninum og vera yfirmannasleikja. Flestir sjá í gegnum slíka taktík og hún er ekki talin vænleg til árangurs. Miklu betra er að standa sig vel í starfi heldur en að eltast við að koma vel út í augum yfirmannsins.

Hér á Forbes má lesa nánar um atriði sem ber að forðast þegar sóst er eftir stöðuhækkun.