*

Veiði 19. júlí 2014

Eftirliti ábótavant

Samkvæmt Fiskistofu er eftirliti með laxeldi í sjó ábótavant og leitað verði leiða til að bæta úr.

Landssamband veiðifélaga (LV) leitaði skýringa hjá Fiskistofu á því hvort ákvæðum laga um merkingu eldisseiða í sjókvíar væri framfylgt.

Í svari Fiskistofu kemur fram að eftirliti sé ábótavant og að leitað verði leiða til þess að bæta úr því. Sambandið leitað einnig eftir áliti erfðanefndar landbúnaðarins á því hvort kynbættur norskur eldislax gæti ógnað íslenskum laxastofnum. Í svari nefndarinnar kemur fram „að erfðablöndun við norskan eldislax geti ógnað íslenskum laxastofnum í grennd við laxeldisstöðvar“ en mögulegt áhrifasvæði sé ekki þekkt. Þetta kemur fram í nýrri ársskýrslu LV.

Stikkorð: Laxeldi