*

Matur og vín 7. júní 2014

Eftirspurn eftir eðalvínum að glæðast

Framkvæmdastjóri Bordeaux-vísitölunnar reiknar með verðhækkunum á vín á næstu 12 mánuðum.

Svo virðist sem eftirspurn eftir eðalvínum sé að glæðast á ný. Verðmæti eðalvína í uppboðum féll um 15% árið 2013 og um 18% árið 2012. Verðlækkunin árið 2012 var að sumu leyti rakin til strangari reglna í Kína um fyrirtækjagjafir.

Eftirspurn er nú á uppleið í Asíu og hefur eftirspurn eftir eðalvínum frá Bordeaux aukist um 30% á þessu ári samkvæmt Bordeaux-vísitölunni. Framkvæmdastjóri hennar, Gary Boom, sagði á dögunum í samtali við The Telegraph að búist væri við verðhækkunum á næstu 12 mánuðum og eftir það fari verð hækkandi um 4-5% á hverju ári.

Stikkorð: Vín  • Bordeaux