*

Bílar 3. september 2015

Eftirvænting eftir Audi Q7

Nýr Audi Q7 verður frumsýndur hér á landi næstkomandi laugardag en mikil eftirvænting hefur verið eftir komu jeppans.

Nýr Audi Q7 er búinn fullkomnu quattro ® fjórhjóladrifi. Hann er sterkur og stæðilegur lúxusjeppi en jafnframt snarpur og sparneytinn þar sem hann er 325 kílóum léttari og 26% eyðslugrennri en fyrirrennarinn. Útfærsla á vélum Audi Q7 er til fyrirmyndar fyrir aðra fjórhjóladrifna jeppa. Dísilvélin 3.0 TDI er 272 hestöfl og bensínvélin 3.0 TFSI 333 hestöfl sem skila nýjum Audi Q7 frá 0-100 km/klst á 6,1 sekúndu (TFSI) og 6,3 sekúndum (TDI). Nýr Audi Q7 með dísilvél eyðir um 26% minna en fyrirrennarinn og eyðir aðeins 5,7 lítra af eldsneyti á hundraði í blönduðum akstri. Co2 útblástur vélarinnar er 149 g/km. sem er það lægsta sem þekkist í flokki lúxusjeppa.

Bíllinn er hlaðinn tækninýjungum og kemur meðal annars með svo kölluðu ,,Audi virtual" mælaborði og nýju ,,MMI" kerfi sem inniheldur íslenskt leiðsögukerfi sem stýrt er með snertiborði í miðjustokk. Hann er einn af fyrstu bílunum sem bjóða upp á tengimöguleika við Google Android Auto og Apple CarPlay. Nýtt upplýsingakerfi og framúrstefnulegt aðstoðarkerfi ökumanns er eitt af mörgu sem má nefna í þessum nýja bíl. Aðstoðarkerfið leggur bílnum í meðal annars í bílastæði, bakkar með kerru og keyrir bílinn í umferðaröngþveiti. Audi Q7 verður frumsýndur hjá Heklu á laugardaginn kl. 12-16.

Stikkorð: Audi  • Audi Q7