*

Hleð spilara...
Sport & peningar 7. júní 2013

„Ég reikna með að einhverjir reyni að vinna mig“

Norski hjólreiðakappinn Martin Haugo ætlar að gera allt til að vinna hjólreiðakeppnina Blue Lagoon Challenge.

Haraldur Guðjónsson
 - hag@vb.is

Hjólreiðakeppnin Blue Lagoon Challenge verður haldin á morgun. Hjólað er frá Hafnarfirði um Djúpavatnsleið og að Bláa lóninu. „Þetta verður spennandi og krefjandi keppni og tækifæri sem ég gat ekki hafnað,“ segir norski hljóðreiðamaðurinn Martin Haugo, einn 40 útlendinga sem koma hingað sérstaklega til að taka þátt í keppninni. 

Þetta er 18. árið sem keppnin er haldin. Keppendur hafa aldrei verið fleiri en sex hundruð eru skráðir til leiks.