*

Ferðalög & útivist 12. nóvember 2013

Eichardt´s valið besta lúxusskíðahótelið

Búið er að gefa út listann yfir bestu lúxushótelin fyrir árið 2013. Í hópi lúxusskíðahótela vann Eichardt´s á Nýja Sjálandi.

Hótelið Eichardt´s í Queenstown á Nýja Sjálandi hefur verið valið besta lúxusskíðahótelið samkvæmt 2013 World Luxury hótel verðlaununum.

Eichardt´s skaut þekktum keðjum á borð við Swisstel, InterContinental og Hilton ref fyrir rass. Yfir 1000 hótel frá 87 löndum voru tilnefnd í flokki lúxushótela í ar.

Andrew Cox er eigandi Eichardt´s og segir verðlaunin mikinn heiður og viðurkenningu. Hann segir að Queenstown sé að verða einn besti skíðastaður í heiminum og verðlaunin geri heilmikið fyrir bæinn og Nýja Sjáland í heild sinni. Stuff.co.nz segir frá málinu á vefsíðu sinni í dag. 

Stikkorð: lúxushótel  • skíðahótel  • Eichardt´s