*

Sport & peningar 5. júlí 2012

Eiður Smári enn sá dýrasti

Gylfi Þór Sigurðsson er næstdýrasti knattspyrnumaður Íslands.

Eftir Kaup Tottenham á Gylfa Þór Sigurðssyni frá Hoffenheim er Gylfi orðinn næstdýrasti knattspyrnumaður Íslands. Verðið er talið vera 10 milljónir evra, eða 8 milljónir punda. Fjallað er um kaupin í Morgunblaðinu í dag.

Eiður Smári Guðjohnsen er þó enn dýrasti leikmaðurinn en Barcelona keypti Eið Smára af Chelsea í júní 2006 fyrir 12 milljónir evra. Séu upphæðirnar framreiknaðar í íslenskar krónur kemur raunar í ljós að árið 2006 jafngiltu 12 milljónir evra um 1,1 milljarði íslenskra króna. Í dag eru 10 milljónir evra um 1,6 milljarðar króna.