*

Bílar 5. júlí 2012

Eignast Porsche að fullu

Volkswagen hefur samþykkt að kaupa þann hluta Porsche bílaframleiðandans sem félagið á ekki fyrir.

Volkswagen hefur samþykkt að greiða 4,46 milljarða evra fyrir þann hluta af Porsche bílaframleiðandanum sem enn er ekki í sinni eigu. Fyrir átti Volkswagen um helming í Porsche. 

Talið er að af sameiningu verði í næsta mánuði. Þá mun Porsche heyra undir VW samsteypuna, sem nær frá lúxus bifreiðum líkt og Bentley og Bugatti til vinnuvéla MAN og Scania.

Financial Times fjallar um málið í dag og rifjar upp misheppnaða yfirtöku Porsche á VW árið 2008. Yfirtakan leiddi nærri til gjaldþrots Porsche og dómsmál voru höfðuð í kjölfarið. Lendingin varð hins vegar sameining félaganna þar sem VW hafði yfirhöndina.

Stikkorð: Volkswagen  • Porsche