*

Veiði 15. apríl 2018

Ein albesta sjóbirtingsáin

Veitt er á þrjár stangir í Tungulæk á nær samfelldu veiðisvæði sem spannar tvo kílómetra.

Trausti Hafliðason

Veiðiþjónustufyrirtækið Iceland Fly Fishermen (IFF) er með Tungulæk á sínum snærum í dag. Sigurður Héðinn Harðarson, einn af forsvarsmönnum IFF, segir að veitt sé á þrjár stangir í ánni. Svæðið sem veiðimenn hafi sé tiltölulega stutt eða ríflega tveir kílómetrar. Aftur á móti séu þessir tveir kílómetrar nánast eitt samfellt veiðisvæði. Besti veiðitíminn í Tungulæk er í apríl og maí og síðan frá agúst og fram í október. Á seinni hluta veiðitímabilsins veiðist alltaf töluvert af laxi í Tungulæk.

Að sögn Sigurðar Héðins er áin töluvert sótt af sömu veiðimönnunum ár eftir ár en þó sé nú að verða þó nokkur endurnýjun. Hann segir að vel hafi gengið að selja veiðileyfi en þó sé eitthvað laust í maí. „Ég held að ég sé ekki ýkja neitt þegar ég segi að Tunguækur sé ein albesta sjóbirtingsá landsins,“ segir Sigurður Héðinn. „Það er líklega engin á sem geymir jafnmarga sjó­ birtinga og Tungulækur.“ 

Kallaður Siggi Haugur eftir frægustu flugunni

Sigurður Héðinn er í veiðiheiminum oftast kallaður Siggi Haugur, eftir sinni frægustu flugu. „Það halda margir að flugan sé nefnd eftir haug í merkingunni víkingagrafreitur eða eitthvað slíkt en það er nú aldeilis ekki. Hún varð þannig til að einn daginn var ég með mikið af afgangsefni á borðinu hjá mér sem ég hnýtti flugu úr. Síðan þegar menn fóru að prófa hana þá veiddi hún alveg glimrandi vel. Það kom því aldrei annað til greina en að nefna hana Hauginn enda hnýtt úr afgöngum.“ 

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is