*

Sport & peningar 15. nóvember 2013

Ein bestu kaupin í enska boltanum

Varnarmaðurinn Dejan Lovren í landsliði Króatíu hefur staðið sig vel hjá Southampton.

Í vörninni hjá Króatíu í dag er leikmaður sem hefur slegið í gegn með Southampton í ensku úrvalsdeildinni í haust. Það er hinn 24 ára gamli Dejan Lovren, sem var keyptur frá Lyon á 8,5 milljónir punda síðasta sumar.

Þetta eru af mörgum talin ein allra bestu kaupin í enska boltanum enda kannski engin furða þar sem Southampton hefur fengið á sig fæst mörk allra liða í ensku deildinni eða fimm.

Stikkorð: Landsleikur  • Southampton  • Dejan Lovren