*

Tíska og hönnun 29. maí 2013

Ein fegursta villa Como-vatns til sölu

Falleg villa sem stendur við Como-vatn með George Clooney fyrir nágranna? Þetta verður ekki mikið betra.

Villa Le Magnolie er til sölu. Hún var byggð í lok 19. aldar og er í þorpinu Carate Urio sem stendur við Como-vatn á Ítalíu. Villan er talin ein sú fegursta við vatnið en hún er umkringd fallegum garði. Á lóðinni er líka upphituð sundlaug og mörg hundruð ára magnólíutré.

Leikarinn George Clooney á eign við Como-vatn en hann heillaðist algjörlega af svæðinu þegar hann var þar á ferðalagi fyrir mörgum árum síðan. 

Húsið sjálft er fjögurra hæða, um 700 fermetrar og var algjörlega tekið í gegn árið 2002.

Komið er inn í elegant móttökuhol og þaðan er gengið inn í nokkrar stofur og borðstofu. Í húsinu eru einnig sex svefnherbergi, sjö baðherbergi og herbergi fyrir þjónustufólk. Öll tæki og innréttingar eru fyrsta flokks.

Óskað er eftir tilboðum í eignina

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Stikkorð: Ítalía  • Fasteignir  • Como vatn