*

Veiði 31. október 2014

Ein laxveiðiá með yfir 200 laxa á stöng

Sumarið 2013 voru átján laxveiðiár með yfir 200 laxa á stöng en í ár nær einungis ein því marki og hinar sautján eru ekki nálægt því.

Trausti Hafliðason

Laxá á Ásum bar höfuð  og herðar yfir aðrar  laxveiðiár í sumar. Samtals veiddust 1.006 laxar í ánni í sumar á tvær stangir eða 503 laxar á stöng. Áin, sem var með næstflesta laxa á stöng, var Miðfjarðará með 169 laxa. Viðskiptablaðið rýndi að­ eins í veiðitölur á vefsíðu Lands­ sambands veiðifélaga, angling. is, en þar birtast veiðitölur úr 47 laxveiðiám. Samtals veiddust um 27.500 laxar í þessum ám síðast­ liðið sumar á 309 stangir. Það þýð­ ir að 89 laxar veiddust að með­ altali á stöng. Í fyrra veiddust að meðaltali 181 lax á stöng og árið 2012 veiddust 92 laxar.

Sveiflurnar í laxveiðinni undan­ farin þrjú ár hafa verið meiri en menn hafa átt að venjast. Sumarið 2012 var eitthvert lélegasta veiði­ sumar í manna minnum en veiðin í fyrra var síðan sú fjórða mesta frá því að skráningar hófust fyrir um 40 árum. Veiðin síðasta sumar er síðan aftur afar léleg og ef miðað er við veiði á stöng er hún meira að segja örlítið lakari en hún var árið 2012.

Í fyrra voru átján laxveiðiár með yfir 200 laxa á stöng. Í ár er það einungis Laxá á Ásum sem nær þessu marki, hinar sautján eru ekki nálægt því. Reyndar náðu átta af þessum átján ám ekki einu sinni 100 löxum á stöng í sumar. Hæst var fallið í Álftá, sem fór úr 327 löxum á stöng sumarið 2013 í 55 laxa í sumar. Langá fór úr 235 löxum í 50, Norðurá úr 223 löx­ um í 62, Grímsá úr 206 löxum í 65, Þverá og Kjarrá úr 241 laxi í 85 og Miðá í Dölum úr 233 löxum í 75. Allt eru þetta ár á Vesturlandi.

Sumarið 2013 veiddust yfir 500 laxar  í 31 laxveiðiá á lista LV. Í sumar voru 18 laxveiðiár með yfir 500 laxa, sem er reyndar örlítið betra en árið 2012 þegar 15 laxveiðiár voru með yfir 500 laxa veiði. Í 20 ám á listanum var veið­ in meiri í sumar en sumarið 2012. Í 24 ám var hún verri í sumar en sumarið 2012. Alls eru 47 ár á lista LV, eins og áður sagði, en veiði­tölur þriggja áa vatnar fyrir sumarið 2012.

 

 

 

 

 

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.