*

Heilsa 23. apríl 2013

Ein verðmætasta eignin í East Hampton

Óvenjuleg eign er nú til sölu í East Hampton í Bandaríkjunum.

Á svæði þar sem lóðaverð er hátt, rétt fyrir utan New York borg, er mögnuð eign til sölu. 

Lóðirnar eru fjórar, aðalhúsið er 696 fermetrar og síðan er þriggja svefnherbergja gestahús og hlaða á lóðunum.

Húsið er í góðu standi, útsýnið er stórkostlegt og síðan má hafa það flott í upphituðu sundlauginni á veröndinni þegar sjórinn er of kaldur. 

Eignin kostar 8,8 milljarða króna en nánari upplýsingar má finna hér.

 

 

 

Stikkorð: Fasteignir  • East Hampton