*

Ferðalög & útivist 29. mars 2014

Einar skipuleggur gönguferðir

Ákvörðun Einars Skúlasonar að ganga á Leggjabrjót varð til þess að stofnaður var gönguklúbbur.

Jón Hákon Halldórsson

Einar Skúlason stofnaði Gönguklúbbinn Vesen og vergangur fyrir um tveimur og hálfu ári þegar hann langaði til að ganga Leggjabrjót með vinum sínum. Hann segir að það hafi skapað ákveðið vandamál að gönguferðin var frá einum áfangastað til annars en ekki hringur því að þá þurftu að vera bílstjórar sem keyrðu göngumenn og sóttu. Fólk gat ekki farið á eigin bíl. Því var slegið saman um eina rútu. Þetta var upphafið að stofnun klúbbsins.

„Ég bauð einhverjum 160 vinum mínum á Facebook og spurði hverjir væru til í að ganga Leggjabrjót og þannig byrjaði þetta,“ segir Einar. Um 35 manns tóku þátt í þeirri ferð og heppnaðist hún það vel að menn fóru strax að skipuleggja þá næstu. Frá þeim tíma hefur klúbburinn verið starfandi á Facebook.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér .

Stikkorð: Einar Skúlason