*

Tíska og hönnun 27. maí 2013

Einbýli við Central Park West

Einbýlishús frá 1887 er til sölu í New York á 4,5 milljarða króna. Húsið stendur við Central Park og þykir eitt merkasta einbýli borgarinnar.

Eitt af síðustu einbýlishúsum við Central Park er til sölu. Húsið var byggt 1887 af William Noble en hann var athafnamaður og var húsið einkaheimili hans.

Húsið er yfir 1114 fermetrar og þykir meistaraverk í arktektúr. Það er mikið endurnýjað að innan og nóg pláss fyrir listaverk á veggjum sem ná upp á milli hæða. 

Húsið er á sex hæðum. Þar er fallegur stigi og einnig lyfta.  Á næstefstu hæðinni, The parlor floor, er tvöföld lofthæð.

Í húsinu eru fimm stór svefnherbergi, átta baðherbergi, tvær skrifstofur, bíósalur, eldhúsið opnast út á verönd og út í garð. Þarna er líka innisundlaug og líkamsræktarherbergi.

Á þakinu er garður og stórkostlegt útsýni yfir Central Park. Húsið kostar rúma 4,5 milljarða króna. 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Stikkorð: New York  • Fasteignir  • Central Park