*

Matur og vín 10. maí 2014

Einkenni matarfíknar

Ef hakað er við það sem hér segir eru líkur á að þú þjáist af matarfíkn.

Samkvæmt vefnum betrinæring.is eru algeng einkenni matarfíknar:

  1. Sterk löngun í tiltekinn mat þrátt fyrir að vera saddur. 
  2. Þegar gefið er eftir lönguninni þá borðar viðkomandi oft miklu meira en hann ætlaði. 
  3. Þegar viðkomandi borðar mat sem hann langar mikið í, borðar hann stundum þar til hann er að springa. 
  4. Samviskubit eftir að hafa borðið ákveðinn mat en borðar hann samt fljótlega aftur. 
  5. Afsakar og réttlætir fyrir sjálfum sér af hverju hann borðar ákveðinn mat. 
  6. Hefur ítrekað reynt að hætta að borða óhollt og setja sér reglur en það klikkar. 
  7. Felur oft neyslu á óhollum mat fyrir öðrum. 
  8. Getur ekki stjórnað neyslu á óhollum mat þrátt fyrir að vita að hann sé skaðlegur heilsu.