*

Ferðalög 25. júní 2013

Einn af hverjum fjórum planar sumarfríið í vinnunni

Fleiri kjósa að skipuleggja sumarfrí á vinnutíma en í hádeginu. Fimmtungur segir öfund út í annarra manna frí ástæða þess að það fer í frí.

Yfir fjórðungur aðspurðra segist hafa skipulagt eða bókað sumarfrí á vinnutíma. Þeir sem líklegastir eru til að gera slíkt eru stjórnendur eða millistjórnendur á vinnustöðum. Þetta kemur fram í könnun sem Hotels.com lét gera. The Telegraph segir frá málinu í dag. 

Helmingur þeirra sem skipulögðu eða bókuðu fríið á vinnutíma gerði það í gegnum farsíma.

Hotels.com sagði að notkun á ákveðnu bókunarappi hafi tekið kipp á milli klukkan þrjú og fimm á daginn sem benti til þess að starfsfólk veldi frekar þann tíma heldur en hádegið til að bóka sumarfríið.

Yfir fimmtungar aðspurðra sagðist bóka og skipuleggja frí vegna öfundsýki þegar þeir skoðuðu myndir af annarra manna fríum á samfélagsmiðlum eins og Facebook. Á meðan viðurkenndu 22% að þeir sendu myndir og linka úr fríum á vini og vandamenn til þess að gera þá öfundsjúka. 

Stikkorð: Sumarfrí