*

Sport & peningar 1. nóvember 2015

Einn hataðasti eigandinn á Englandi

Stuðningsmenn enska knattspyrnufélagsins Leeds hafa marga fjöruna sopið undanfarinn áratug.

Alexander Freyr Einarsss

Leeds hefur varla séð til sólar eftir að það féll úr ensku úrvalsdeildinni sumarið 2004 og virðist það fyrst og fremst vera eignarhaldið sem kemur í veg fyrir framfarir.

Í áratug eftir fallið úr úrvalsdeildinni var félagið í eign Ken Bates, sem var afar óvinsæll hjá stuðningsmönnunum. Þegar hann hófst handa við að reyna að selja félagið kviknaði vonarneisti í hjarta þeirra – nýr eigandi var hins vegar ekki lengi að slökkva þann neista.

Sá maður heitir Massimo Cellino og varð hann formlega eigandi Leeds 5. apríl 2014 og voru eigendaskiptin allt annað en auðveld. Upphaflega fékk hann ekki leyfi frá deildinni til að eignast félagið en eftir að hafa áfrýjað ákvörðun deildarinnar var hann loksins samþykktur sem nýr eigandi.

Áður en það var gert hafði hann þegar rekið knattspyrnustjórann Brian McDermott og ráðið hann aftur í ansi furðulegri atburðarás. En með eigendaskiptunum má segja að Leeds United hafi farið úr öskunni í eldinn.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.

Stikkorð: Fótbolti  • Sport & Peningar  • Leeds  • Massimo Cellino