*

Hitt og þetta 15. mars 2005

Einn milljarður tölva árið 2007

Talið er að 820 milljónir tölva séu nú í notkun í heiminum. Á næstu tveimur árum er talið að þeim fjölgi og eftir tvö ár verði þær orðnar einn milljarður talsins. Þetta kemur fram í mati Computer Industry Almanac. Eins og vænta eru flestar tölvur í Bandaríkjunum, 220 milljónir eða 27% heildarinnar, í Japan eru 69 milljónir tölva og Kínverjar eru komnir í þriðja sæti yfir tölvueign í heiminum, með 53 milljónir.

Í næstu sætum koma Þjóðverjar, Bretar, Frakkar, Suður-Kóreubúar, Ítalir, Kanadamenn og Brasilíumenn.

Byggt á frétt á heimasíðu Tæknivals.