*

Bílar 20. febrúar 2019

Einn Nexo kominn til landsins

Hyundai kynnti rafbíla, ferðamáta framtíðarinnar þ.m.t. NEXO, Kona EV, Ioniq Ev og Ionic Plug in Hybrid.

Hyundai á Íslandi hélt sérstaka rafbílasýningu laugardaginn 16. febrúar þar sem vetnisbíllinn Nexo var meðal annars frumsýndur. Í sýningarsalnum var auk Nexo, Kona EV, Ioniq EV og tengiltvinnbíllinn Ioniq Plug in Hybrid.

Einungis einn Nexo er enn sem komið er kominn til landsins og nú gefst áhugasömum tækifæri til að bregða sér í Garðabæinn og fá að prófa þennan áhugaverða bíl sem fengið hefur afar góða dóma hjá bílablaðamönnum.

Snarpur vetnisbíll

Í samanburði við afl og getu annarra vetnisknúinna rafbíla á markaðnum skákar enn enginn Nexo. Rafmótor bílsins er 120 kW og 163 hestöfl og togar mótorinn allt að 395 Nm. Hröðun úr kyrrstöðu í 100 km/klst. er 9,2 sekúndur og 7,4 sek. frá 80 km hraða í 100. Hámarkshraði er 179 km/klst.

Eldsneytisrými Nexo fyrir vetni er 156,6 lítrar (6,3 kg) og dregur bíllinn allt að 666 km á tankinum samkvæmt mælistaðli WLTP sem er sérstaklega góð eldsneytisnýting. Eins og með alla bíla óháð orkugjafa fer nýting eldsneytisins eftir ökulagi, veðuraðstæðum og fleiri þáttum. Ekki þarf að hlaða rafhlöðu bílsins sérstaklega.

5 stjörnur hjá Euro NCAP

Að mati evrópsku öryggisstofnunarinnar Euro NCAP er hinn rafknúni fimm manna vetnisjepplingur, Hyundai Nexo, sérlega öruggur bíll og fékk í lok síðasta árs fullt hús stiga, 5 stjörnur, fyrir framúrskarandi öryggi og einkunnina „Best in Class 2018 in the Large Off-Road category“. 

Við hönnun og efnisnotkun í Nexo var lögð rík áhersla á notkun umhverfisvænna og endurnýjanlegra efna. Að auki felur véltækni Nexo í sér verulegar framfarir á umhverfissviði vegna hreinleika vetnis sem orkugjafa og ekki síður vegna þess að í akstri hreinsar Nexo loftgæðin í kringum sig og tandurhreint vatn er það eina sem bíllinn skilar af sér um púströrið. 

Þar sem Nexo þolir „kaldstart“ í allt að -30°C er ljóst að þessi nýi vetnisknúni rafbíll hentar ákaflega vel íslenskum veðuraðstæðum og nú hefur Skeljungur tekið vetnisstöðina við Vesturlandsveg í notkun á ný og undirbýr uppsetningu fleiri vetnisstöðva á næstu misserum. 

Stikkorð: Hyundai  • Kona  • Ioniq  • Nexo