*

Bílar 29. nóvember 2014

Eins og ofvaxinn fólksbíll

BMW X4 er eins og vandræðabarn í bílafjölskyldunni

Róbert Róbertsson

BMW hefur eins og margir aðrir bílaframleiðendur komið fram með nýjar bílategundir til að bjóða upp á sífellt fjölbreyttari línu. BMW X4 er ein af nýju gerðunum hjá bæverska lúxusbílaframleiðandanum.

BMW bjó má segja til þennan flokk, sem bílaframleiðandinn kallar Sports Activity Coupé. Með því að breyta þaklínunni og lækka hana aftur úr kemur coupe útlit á bílinn eins og um sportbíl væri að ræða.

Frá því að BMW kynnti fyrsta Xbíl sinn árið 1990 hefur fyrirtækið selt rúmlega 2,7 milljónir af þeim til dagsins í dag. X4 er bíll sem sameinar ýmsa kosti sportbíls og jeppa en er samt sem áður einhvers staðar á milli hinna vel heppnuðu jeppa X3 og X5. Hann líkist líka stóra bróður hans X6 talsvert eins og glöggt má sjá.

Hann er byggður á grunni X3- jeppans með sama undirvagn og sömu vélar. Engu að síður er þetta talsverður sportari, rétt eins og stóri bróðir og útlitið allt talsvert sportlegra en á hefðbundnum jeppa. Það má því segja að þarna sé kominn sportlegur valkostur við X3 sem hefur mjög hefðbundið jeppaútlit.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.

Stikkorð: BMW  • BMW X4