*

Tíska og hönnun 16. desember 2013

Einstök höll á Manhattan

Bygging sem eitt sinn hýsti læknastofur hefur verið breytt í höll að fyrirmynd Versala. Höllin er nú til sölu.

Á Manhattan er alveg hreint ótrúleg eign til sölu. Höllin er á 69. stræti staðsett á milli Madison Avenue og Fifth Avenue. 

Byggingin er einföld að utan og klædd kalksteini en er mun íburðarmeiri að innan. Hún er á sex hæðum og innréttuð að fyrirmynd Versala og ítalskra kastala.

Heiðurinn af innréttingunum á frú Viola sem hafði oft komið í bygginguna með syni sína þrjá en í henni voru læknastofur um árabil. Þegar frú Viola vissi að byggingin væri komin á sölu keypti hún og maður hennar, Vincent, eignina og breyttu henni í heimili. Endurbæturnar tóku þrjú ár og bjuggu þau á Waldorf Astoria hótelinu á meðan. 

Höllin er 1860 fermetrar og var byggð árið 1883. Í henni er sérinngangur fyrir þjónustufólk, innisundlaug, heilsulind, sjö svefnherbergi, sex baðherbergi og svokallað „neyðarherbergi“ (panic room). 

Höllin er ekki ókeypis, enda einstök eins og áður sagði, og kostar 114 milljónir dala eða 13,3 milljarða króna. Nánari upplýsingar og myndir má finna á The New York Times sem fjallar um eignina hér. 

 

 

 

 

 

Stikkorð: Fasteignir  • Manhattan  • Upper East Side