*

Tíska og hönnun 10. febrúar 2014

Eitt af betri húsum Boston til sölu

Eitt virðulegasta og stórfenglegasta húsið í Boston er nú til sölu fyrir 17 milljónir dala.

Eitt af flottari eignum Boston er til sölu. Húsið var byggt árið 1929 og er í georgískum revival manor stíl. Húsið er á afviknum stað umkringt stórum görðum sem eru hannaðir af hinum frægu Olmstead bræðrum.

Hugað er að hverju einasta smátriði við hönnun hússins og endurgerð en nýlega var allt húsið tekið í gegn af verðlaunaarkitektunum Meyer og Meyer og Woodmeister Master Builders.

Húsið allt minnir frekar á listasafn en einkaheimili. Í því eru 10 stórkostlegar kamínur, stórar stofur, stórt eldhús, fjórtán baðherbergi, níu svefnherbergi en í stærsta svefnherberginu eru tvö fataherbergi og tvö baðherbergi. Húsinu fylgja fjórfaldur bílskúr, litlar tjarnir á lóðinni og falleg sundlaug.

Allar nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni Sotheby´s en húsið kostar 17 milljónir dala. 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Stikkorð: Fasteignir  • Boston