*

Tíska og hönnun 6. maí 2013

Eitt fínasta hús Bandaríkjanna selt á uppboði

Einstakt hús, byggt í ítölskum stíl, vakti athygli þegar það kom á fasteignamarkaðinn í vor.

Eitt fallegasta og vandaðasta hús í Bandaríkjunum, Villa Lauriston, var selt á uppboði á dögunum. Villan var byggð á þriðja áratugnum og er í ítölskum stíl en þykir einnig bera sterk einkenni herragarða San Francisco, enda stendur húsið í hjarta Silicon Valley í Kaliforníu. 

Villan var byggð fyrir Herbert Edward Law stofnanda Fairmont hótelkeðjunnar. Húsið, sem margir telja eitt stórt listaverk í arkitektúr, er með sjö svefnherbergi og átta baðherbergi. Húsið er 1486 fermetrar og landareignin er 1000 hektarar. Húsið kostaði upphaflega 20 milljónir dala en verðið var lækkað niður í 15,8 milljónir dala. Nánari upplýsingar má finna hér.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Stikkorð: Fasteignir  • San Francisco