*

Ferðalög & útivist 25. júlí 2013

Eitt flottasta skemmtiferðaskipið fellur á eftirlitsprófi

Eitt flottasta skemmtiferðaskip í heimi kolféll þegar matvælaeftirlitið kom í heimsókn og kannaði aðstæður.

Skemmtiferðaskipið Silver Shadow er ekki í góðum málum. Skipið stóðst ekki eftirlitskröfur hjá Centers for Disease Control þegar eftirlitið gerði óvænta athugun á skilyrðum þeim sem matur er geymdur við um borð í skipinu.

Samkvæmt CDC eru stjórnendur Silver Shadow sakaðir um skipulagðar blekkingar með því að fela 15 vagna af matvælum til að forðast eftirlitið. Starfsmenn CDC komu um borð 17. júní vegna þess að starfsmaður skipsins hafði sent því ljósmyndir af kjöti í klefum starfsmanna.

Maturinn var geymdur í vöskum og á göngum í vistarverum starfsmanna í þeim tilgangi að fela hann fyrir eftirlitsmönnum. Starfsmaður lét hafa það eftir sér við CNN að yfirmenn hans hefðu skipað honum og öðru starfsfólki að sofa með mat í klefum sínum.

Í auglýsingum hjá Silversea Cruises, fyrirtækinu sem á Silver Shadow, er lögð rík áhersla á að maturinn um borð sé fyrsta flokks. Þeir taka einnig fram að farþegar um borð séu færri en gengur og gerist í öðrum skipum eða bara um 300. Vika um borð í skipinu kostar um 5000 dali eða 607 þúsund krónur á mann. CNN fjallar nánar um málið hér