*

Menning & listir 7. febrúar 2013

Eitt helsta verk módernismans metsölubók í Kína

Finnegans Wake eftir James Joyce er metsölubók í Kína en það tók Dai Congrong átta ár að þýða bókina.

Bókin Finnegans Wake er talið eitt helsta verk módernismans og er á mjög háfleygu máli. Það var því ekki einfalt verk fyrir háskólaprófessorinn Dai Congrong að þýða verkið frá ensku yfir á kínversku. Þýðingin tók hann átta ár og því reiknaði hann ekki með háu tímakaupi. The Guardian segir frá þessu á vefsíðu sinni. 

Dai Congrong brá því í brún í síðasta mánuði þegar hann sá að bókin var orðin metsölubók í Kína. Fyrsta upplag seldist upp og bókin fór í annað sætið á metsölulista í Shanghai. Hann segist alveg gáttaður á vinsældunum en hann hélt að lesendahópurinn yrði aðeins aðrir prófessorar og rithöfundar. 

Stikkorð: Kína  • Metsölubækur  • Kína