*

Tíska og hönnun 15. febrúar 2013

Eitt merkasta hús Long Island til sölu – myndir

Ein eftirsóttasta eignin á Long Island í New York er til sölu.

Húsið sem er í bænum Huntington á Long Island í New York er 1400 fermetrar en gestahúsið sem fylgir með er 580 fermetrar. Húsið kostar tæpa 2,6 milljarða króna. Sotheby´s International Realty annast söluna. 

Húsið þykir algjörlega stórkostlegt. Í aðalhúsinu eru sex svefnherbergi, tíu baðherbergi og bílskúr fyrir allt að 10 bíla. Húsið stendur við einkabryggju og í garðinum er að sjálfsögðu sundlaug. 

Þegar stíllinn er skoðaður er augljóst að þarna hefur naumhyggjustíll sem hefur verið vinsæll síðasta áratuginn ekki komið nærri. Ef þú ert í leit að hlýlegum bandarískum stíl í ætt við the Bold and the Beautiful þá er þetta eignin fyrir þig.  

 

 

 

  

  

  

  

  

  

Stikkorð: New York  • Fasteignir