*

Hitt og þetta 3. október 2013

Kristín: Handbolti er spilaður á mjög skrítnum stöðum

Eftir vinnu, fylgirit Viðskiptablaðsins, er komið út. Í blaðinu er fjallað um allt það skemmtilega í lífinu, sem er lífið, eftir vinnu.

Lára Björg Björnsdóttir

„Fylgifiskur þess að flytja á milli landa vegna handbolta er sú staðreynd að handbolti er spilaður á mjög skrítnum stöðum, mjög svo. Og sjaldnast í stórborgum. Í þá daga var handbolti ekki spilaður í París, Madríd eða Róm," segir Kristín Soffía Þorsteinsdóttir, eiginkona Ólafs Stefánssonar, handboltamanns.

Kristín Soffía segir það engu að síður hafa verið yndislegt að flytja út til Wuppertal árið 1996 og mjög mikið frelsi fólgið í því að búa ein í útlöndum: „Við vorum nánast að koma úr foreldrahúsum og okkur fannst lífið í útlöndum frábært. Þarna var tölvupóstur ekki kominn til sögunnar svo við skrifuðum handskrifuð bréf heim og nutum lífsins bara tvö.” 

Kristín Soffía Þorsteinsdóttir, eiginkona Ólafs Stefánssonar handboltamanns, er í ítarlegu viðtali í nýjasta tölublaði Eftir vinnu. Í blaðinu segir hún frá því hvernig það er að láta handboltaferil ráða búsetu hverju sinni, uppvextinum og hver það var sem ákvað að fjölskyldan skyldi flytja heim til Íslands.

Í blaðinu má einnig finna umfjölllun um allt sem kemur lífinu við, eftir vinnu:

 • Forstjórar opna fataskápinn
 • Veitingarýni: Fimm veitingastaðir heimsóttir
 • Flottustu veiðihús landsins valin
 • Innlit inn í glæsilegar hótelsvítur í Reykjavík
 • Arkitekt fjallar um Standard High Line hótelið í New York
 • Leikfimisæfingar fyrir þau sem komast aldrei í ræktina
 • Gómsætar uppskriftir fyrir fólk sem er ekki í megrun
 • Efnuðustu konur landsins
 • Ferðalög
 • Fróðleiksmolar um allt milli himins og jarðar
 • Allt um snyrtivörur vetrarins 
 • Og margt, margt fleira. 

Fylgist með Eftir vinnu hér á Facebook.

 

Stikkorð: Eftir vinnu