*

Hitt og þetta 28. júlí 2017

Ekki er allt sem sýnist

Lífið á samfélagsmiðlunum virðist allt að því fullkomið, sem getur getur gert mörgum erfitt fyrir. Það má þó vera að raunverueikinn sé annar. Tvítugi bloggarinn Sara Puhto vill að minnsta kosti meina að svo sé.

Kolbrún P. Helgadóttir

Sara Puhto hefur tekið sig til og sýnt raunveruleikann á bak við það sem vinsælustu áhrifavaldar samfélagsmiðlanna eru að sýna fram á með fullkomnum uppstillingum, stellingum, formi og frama um þessar mundir.

Hefur Sara meðal annars sett saman myndir af sjálfri sér sem sýna blekkinguna á bak við réttu stellingarnar með því að draga inn magann, hækka buxnastrenginn og  taka myndirnar frá ákveðnum sjónarhornum svo fátt eitt sé nefnt.  Hún hvetur fólk til þess að vera stolt af útliti sýnu og lögun og segir að í raunveruleikanum sé enginn fullkominn.

„Þó svo að einhver noti minna fatanúmer en þú, gerir það viðkomandi ekki að betri manneskju,“ segir Sara meðal annars undir einni myndinni af sjálfri sér.

Lesa má meira um málið á http://www.boredpanda.com/health-blogger-instagram-real-life-difference-saggysara/

 

Sara vill hafa jákvæð áhrif með umfjöllun sinni.