*

Ferðalög & útivist 15. febrúar 2013

Ekki fljúga með þessum ef þér þykir vænt um ferðatöskuna

Næstum 1,8 milljón ferðatöskur týndust, var stolið eða skemmdust hjá bandrískum flugfélögum árið 2012.

Bandarísk flugfélög báru ábyrgð á 1,8 milljónum týndra, stolinna eða skemmdra ferðataska árið 2012. Og þetta á bara við innanlandsflug. Vefsíðan Travel Leisure fjallar um málið

Tölfræðin er 3,09 týnd/skemmd taska á hverja 1.000 farþega en þessi tala hefur lækkað um 8% síðan 2011.

Metárið í töskuvandræðum var hið góða ár 2007 þegar talan fór upp í 4,5 milljónir týndra/skemmdra ferðataska. Með betri tækni og meiri stundvísi hefur þetta allt farið batnandi.

En þetta er ekki allt flugfélögunum að þakka. Eftir að mörg flugfélög fóru að rukka sérstaklega fyrir ferðatöskur þá hefur ferðatöskum fækkað á síðustu arum.

Nema hvað, hér kemur listi yfir verstu flugfélög Bandaríkjanna þegar kemur að því að týna eða skemma farangur:

 1. American Eagle - farangurstilkynningar á 1000 farþega: 5,80.
 2. ExpressJet - farangurstilkynningar á 1000 farþega: 5,52.
 3. SkyWest - farangurstilkynningar á 1000 farþega: 5,26.
 4. Mesa - farangurstilkynningar á 1000 farþega: 4,68.
 5. United - farangurstilkynningar á 1000 farþega: 3,87.
 6. SouthWest - farangurstilkynningar á 1000 farþega: 3,08.
 7. Alaska - farangurstilkynningar á 1000 farþega: 2,93.
 8. American - farangurstilkynningar á 1000 farþega: 2,92.
 9. Hawaiian - farangurstilkynningar á 1000 farþega: 2,88.
 10. Frontier - farangurstilkynningar á 1000 farþega: 2,22.
 11. Us Airways - farangurstilkynningar á 1000 farþega: 2,14.
 12. Delta - farangurstilkynningar á 1000 farþega: 2,10.
 13. JetBlue - farangurstilkynningar á 1000 farþega: 1,88.
 14. AirTran - farangurstilkynningar á 1000 farþega: 1,58.
 15. Virgin America - farangurstilkynningar á 1000 farþega: 0,87.
Stikkorð: ferðalög  • Flugvélar