*

Veiði 4. ágúst 2013

Ekki jafngóð veiði í öllum laxveiðiám

Þrátt fyrir að nokkrar ár þegar búnar að skila fleiri löxum en allt árið í fyrra á það ekki við um þær allar.

Að minnsta kosti þrettán laxveiðiár hafa þegar farið fram úr heildarveiði í sömu ám í fyrra, en í nokkrum ám fer veiðin hægar af stað. Eins og lesa má í þessari frétt á vb.is eru ár eins og Norðurá, Þverá og Blanda nú þegar búnar að skila fleiri löxum en allt árið í fyrra og er munurinn töluverður í sumum þeirra.

Í Miðfjarðará, Hofsá (Sunnudalsá), Selá í Vopnafirði, Eystri-Rangá og Ytri-Rangá (með Hólsá) hafa hins vegar færri laxar komið á land en allt síðasta sumar. Munurinn er mestur í Ytri-Rangá og Hólsá, en það sem af er þessu sumri hafa þar veiðst 847 laxar, en allt síðasta sumar veiddust 4.353 laxar. Munurinn er því rúmir 3.500 laxar.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér.

Stikkorð: Laxveiði