*

Veiði 14. september 2015

Ekki veiðst fleiri laxar í aldarfjórðung

Alls veiddust ríflega 1.600 laxar í Laxá á Ásum í sumar sem er mesta veiði í ánni síðan árið 1988.

Trausti Hafliðason

Laxá á Ásum hefur heldur bátur náð vopnum sínum síðustu ár. Framan af þessar öld var veiðin bara brot af því sem hún hafði verið hér áður fyrr. Á árunum 1999 til 2012 fór veiðin aðeins einu sinni yfir þúsund laxa en það var árið 2009 þegar 1.142 laxar veiddust í ánni. Botninum var síðan náð árið 2012 þegar 211 laxar veiddust.

Mikill viðsnúningur varð árið 2013 án þá veiddust 1.062 laxar í Laxá á Ásum og í fyrra veiddust 1.006 laxar. Veiðinni í sumar er lokið í Ásunum og veiddust alls 1.604 laxar. Ekki hefur veiðst meira í ánni í aldarfjórðung eða síðan árið 1988 þegar 1.617 laxar veiddust. Enn fremur er þetta í fyrsta skiptið síðan um miðjan níunda áratuginn sem Laxá á Ásum skilar meira en þúsund löxum þrjú ár í röð.

Aðeins er veitt á tvær stangir í ánni sem þýðir að 802 laxar veiddust á stöng í sumar. Það er alveg óhætt að segja að það sé gríðarlega mikið.